Margt að gerast!

Já, við erum búin að vera ekkert smá dugleg!! Keyptum íbúð og seldum svo íbúð allt bara á þrem vikum frá upphafi þess ferils!! Og nú er bara komið að því að flyta...

Við fundum semsagt draumaíbúðina okkar (eða réttara sagt "mína"!) í Kórahverfinu í Kópavogi. Við tókum sjens... stóran sjens... og keyptum hana!!! Þá var bara eftir að selja okkar íbúð!! Þetta er reyndar ekki sniðugur leikur eins og markaðurinn er í dag, en við vorum ekkert smá heppin!! Íbúðin okkar seldist ótrúlega hratt. Fyrsta fólkið sem kom og skoðaði það gerði tilboð og endaði á því að fá íbúðina ;) Þetta gerist varla betra... við keyptum fyrstu íbúðina sem við skoðuðum og fyrsta fólkið sem skoðaði hér, keypti af okkur, ... já ótrúlegt en satt !!! (svo Ólöf Inger... íbúðin er seld, en við settum 16,5 milljónir á hana sem er mjög sanngjarnt verð fyrir sambærilegar íbúðir!) 

Við fáum okkar íbúð afhenta í síðasta lagi 15 júlí (vonandi fyrr samt) og eftir það mega allir koma í heimsókn á nýja staðin og skoða!! Það fylgir því þó að þið verðið að hafa samband fyrst því ég ætla ekki að setja heimilisfangið mitt hér á netið... hehehe!!! 

Og ef þið viljið sjá hvernig heimilið mitt leit út um daginn, þá eru rosa fínar myndir hér... og btw... það hefur held ég aldrei verið svona hreint hérna og fínt eins og er á myndunum...Enda brjálað að gera að færa dót og drasl úr augsýn ljósmyndarans svo allt liti vel út ;)
http://mbl.is/mm/fasteignir/fasteign/?eign=309720

Jæja, ætla að setja í uppþvottavélina og fara svo að sofa ;) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ:) Til hamingju. Mikið er ég fegin fyrir þína hönd :) Hlakka til að sjá nýju íbúðina hvernær sem ég kem til Íslands :( Gangi ykkur vel í flutningunum.

Ólöf Inger (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 10:52

2 Smámynd: Tinna Rós Steinsdóttir

Haha......vá hvað íbúðin þín er tómleg á þessum myndum......þetta hefur verið smá vinna, að rúlla næstum ÖLLU úr mynd!! Haha :)

Tinna Rós Steinsdóttir, 11.7.2008 kl. 10:54

3 identicon

Til hamingju með nýju íbúðina, ég var að skoða íbúðir í Kórunum á netinu um daginn og þær sem ég skoðaði eru alveg glæsi íbúðir. Við erum að vonast til að geta tekið séns eftir ca 7 mánuði og hver veit nema við verðum kanski nágrannar

Frábaert hvað allt gekk upp með kaup og sölu.
kveðja Gréta María.

Gréta María (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhanna Kristín Steinsdóttir
Jóhanna Kristín Steinsdóttir
Tveggja stráka og ólétta mamman sem býr rétt við Heimsenda... og hefur engan tíma til að blogga en langar samt að láta á það reyna!!

Nýjustu myndir

  • ...copy_513237

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband