Ein ég sit og...

...horfi á tölvuskjáinn og hef það huggulegt. Nýbúin að svæfa báða strákana og hlusta á þögnina í kringum mig. Verst bara að ég skuli hafa sett uppþvottavélina í gang... en vatnshljóðið er nú ekkert hræðilegt... frekar róandi ef e-ð er!!

Er alveg búin að fá nóg af veikindum og magabólgum og hita og veikindum og meiri magabólgum!!!! Finnst alveg komin tími á að heimilishaldið komist í eðlilegt horf og allir verði frískir aftur. Fannar er nú alveg að ná sér, búin að vera hitalaus að mestu í gær og það sem af er þessum degi. Ég hinsvegar er búin að vera drulluslæm af þessum magabólgum, en það er nú sem betur fer á réttri leið aftur... held ég allavega. Ætla allavega að vera dugleg á morgun og fara með Jóhanni klukkan rúmlega sjö í fyrramálið og fá bílinn. Svo ætlum við strákarnir að kíkja á mömmumorgun í Breiðholtinu og kannski gera svo e-ð annað skemmtilegt þann daginn. Alveg komin tími til að sjá e-ð annað en veikt fólk í smá stund!!! Svo er spurning um að finna sér e-ð skemmtilegt á laugardaginn og svo á sunnudaginn er partý í Partý-Malarásnum en þá er búið að bjóða öllu mömmu-fólki afamegin í heimsókn til að hitta Danska frænku, manninn hennar og son. ...Eins gott að Tinna fari að rifja upp dönskuna því hún verður að sjá um þann pakka a.m.k. fyrir mig !!!

En jæja... ætla að halda áfram að njóta þagnarinnar meðan hún varir... og já, er að hugsa þetta með Feis-búkkið... sé til hvort ég nenni ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhanna Kristín Steinsdóttir
Jóhanna Kristín Steinsdóttir
Tveggja stráka og ólétta mamman sem býr rétt við Heimsenda... og hefur engan tíma til að blogga en langar samt að láta á það reyna!!

Nýjustu myndir

  • ...copy_513237

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband