Þreytt!!

Klukkan er e-ð rúmlega hádegi á sunnudegi. Ég sit og rugga Arnari Bjarka og er að reyna að svæfa hann. Hann hefur hinsvegar aðrar skoðanir en mamman og ætlar sér sko ekki að fara að sofa strax!! Þetta er alveg týpískur dagur hjá þreyttri óléttri mömmu!! Ég ætlaði sko aldeilis að nota tækifærið þegar þeir bræður myndu leggja sig í hádeginu og leggja mig líka en þá þarf alltaf e-ð að klikka. Fannar sofnaði strax, rosa góður (svona þannig séð...) og nú er hann búin að sofa í góðan hálftíma og hinn ekki ennþá sofnaður... SEM ÞÝÐIR að þeir sofa kannski sameiginlega í 30-60 mín og það er ekki mikill tími fyrir mömmu til að hvíla sig!! ....Hvað þá þreytta mömmu sem vaknaði svona umþaðbil hálfsjö með yngri soninum... afþví honum fannst nóttin vera búin!! (Ég tók hann uppí mitt rúm og var að ná að svæfa hann þegar Fannar svo vaknaði, svona tíumínútur yfir sjö!!! ...og þarmeð gat ég hætt að hugsa um meiri svefn í bili!!)

Hvað er það eiginlega með börnin og það að sofa þegar þeim hentar... ekki þegar mömmum hentar????

Er annars að velta fyrir mér hvernig ég á að loka eldhúsinu af!! Er búin að finna eitt svona langt "beygjanlegt" öryggishlið sem gæti hentað en það kostar nánast aðra höndina!!! ...og á þessum tímum þá er það dáldið dýrt!!! Var bent á að skoða e-ð sem kallast "hvolpagrindur" en ég hef bara ekki hugmynd um hvað það er eða hvar það fæst!! Allar upplýsingar vel þegnar!!

Og já.... Facebook er kannski alltílagi hugmynd... en hvað gerir maður þar, annað en að safna vinum og eiga mynd af öllum sem maður þekkir inná þessu??? Skil ekki ennþá tilganginn!!! (og ég er búin að skoða þetta aðeins... alveg satt!)

Er annars að þvo þvott og þvo svo meiri þvott!! Merkilegt hvað þvotturinn vex alveg í þvottahúsinu, þó ég sé nýbúin að þvo heilu fjöllin af óhreinu, þá virðist aldrei grýmka á því sem býður...!! ótrúlegt!! ...en sem betur fer finnst mér ekkert leiðinlegt að vesenast í þvottinum og Fannar Smári er voða duglegur alltaf að hjálpa. Arnar Bjarki er líka farin að vilja vera með að hjálpa til, en Fannar er ekki alltaf alveg sáttur við það.... hehe :) Þeir eru bara krútt þessir tveir :)

Jæja... Arnar er sofnaður... Loksins ;) Ætla að leggja mig í smá meðan báðir sofa... :) ZZZzzz...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiðdís Ragnarsdóttir

Hvar er pabbalingurinn í þessu öllusaman ????

Heiðdís Ragnarsdóttir, 9.11.2008 kl. 16:55

2 Smámynd: Þjóðarblómið

Við stefnum á saumaklúbb aftur á þriðjudaginn. Ef þú værir á Facebook þá fengiru skilaboð um það og fleira tengt saumaklúbbnum okkar góða :)

Þjóðarblómið, 9.11.2008 kl. 17:27

3 Smámynd: Jóhanna Kristín Steinsdóttir

Hei Þóra... Ég á líka tölvupóstnetfang, GSM síma, Heimasíma, MSN spjallforrit, og bréfalúgu... svo ég hlýt að geta fengið skilaboðin á einhvern annan hátt en gegnum feisbúkk...??????????

Jóhanna Kristín Steinsdóttir, 9.11.2008 kl. 22:26

4 Smámynd: Þjóðarblómið

hahah jú það er rétt :) Maður bara hugsar ekki alltaf nógu langt. Ég meira að segja veit emailið þitt og gemsann :) og þú ert svo sjaldan á msn, eða mér finnst allavega langt síðan ég hef séð þig þar.

Þjóðarblómið, 11.11.2008 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhanna Kristín Steinsdóttir
Jóhanna Kristín Steinsdóttir
Tveggja stráka og ólétta mamman sem býr rétt við Heimsenda... og hefur engan tíma til að blogga en langar samt að láta á það reyna!!

Nýjustu myndir

  • ...copy_513237

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband