Viðbót...

Ég sá það þegar ég las fyrri færsluna og "commentið" frá Heiðdísi að þetta kom ekki nógu vel út!! Allir halda að ég sé bara dauðþreytt mamma og hafi brjálað að gera allan sólarhringinn, og pabbinn gerir ekki neitt!!! EN... NEI, svoleiðis er það ekki. Ég á svo frábæran og yndislegan mann sem er að leggja svo mikið á sig fyrir mig og strákana og hann á sko ekkert nema hrós skilið fyrir sitt!!! Hann vinnur á daginn alla virka daga og svo vinnur hann á næturnar um helgar og er ekkert smá duglegur!! ...en afþví hann vinnur á næturnar þá þarf hann að fá að sofa "nætursvefninn" yfir daginn um helgar og þessvegna er þetta svona hjá okkur. (ps, allir sem vilja eyða laugardegi með okkur strákunum mega láta vita... við reynum að fara dáldið út að gera e-ð sniðugt svo hann fái smá frið hérna heima til að sofa!!! Það er ekki alltaf auðvelt að hafa "ró og næði" með tvo litla stráka í íbúðinni!!!)

...svo var ég líka bara þreytt í morgun þegar ég skrifaði færsluna og áttaði mig kannski ekki alveg á því að taka þetta fram þar!! En Aftur... Jóhann er í okkar tilfelli fyrirvinnan og þarf því miður að vinna dáldið mikið þessa dagana, m.a. þökk sé Geir og Davíð og þeirra vitleysu allrisaman!! Ég er heimavinnandi húsmóðirin með börnin og hugsa þessvegna meira um þau á daginn, ásamt því að reyna að hugsa um heimilið, ...en afþví ég er ólétt og þreytt kona þá lendir það meira og minna á Jóhanni líka, svo hann hefur dáldið mikið að gera, en stendur sig alveg frábærlega vel í þessu öllusaman!!! ...svo allir saman nú, Jóhann á sko skilið mikið hrós. Hann er hetjan mín!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið skil ég þig í síðustu færslu. Maður getur orðið ansi pirraður og neikvæður þegar maður fær ekki nóg að sofa. Ég verð nú að segja að þú ert mun duglegri húsmóðir en ég! og samt er ég ekki ólétt og bara með eitt barn. Það er líka alveg rétt sem þú bendir á, þó það sjáist ekki út á við af því það er ekki inni á heimilinu þá hjálpa pabbarnir alveg heilmikið til með því að vinna alveg helling og færa björg í bú (að minnsta kosti þeir pabbar sem eru ekki á föstu kaupi og fá aukalega borgað fyrir alla aukavinnuna...)

Haltu áfram að vera dugleg!
Kannski kíkjum við Laufey María á ykkur í vikunni...

Kveðja, Sonja

Sonja (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 01:12

2 Smámynd: Jóhanna Kristín Steinsdóttir

Takk Sonja :)

...er annars mun betri í "þreytunni" í dag, þrátt fyrir að hafa lítið sofið í nótt, ...En svona er þetta bara ;)

En þið Laufey María eruð sko meira en velkomnar í heimsókn Anytime. Bara gaman að fá ykkur í spjall og leik ;)

Jóhanna Kristín Steinsdóttir, 10.11.2008 kl. 09:51

3 Smámynd: Heiðdís Ragnarsdóttir

Jæja gott að vita  Gerði mér nú alveg grein fyrir því að maðurinn þyrfti að vinna mikið til að halda uppi stórri fjölskyldu en hafði að sjálfsögðu ekki hugmynd um svona mikla næturvinnu líka. Ég biðst afsökunar ef þetta kom ásakandi út !! Átti ekki að gera það. Maður var bara farinn að hafa áhyggjur eftir svona "þreytublogg". Mér finnst þú standa þig alveg rosalega vel með tvö og hálft barn og myndi koma í heimsókn ef það væri aðeins styttra að fara

Bestu kveðjur

Heiðdís Ragnarsdóttir, 10.11.2008 kl. 10:37

4 Smámynd: Jóhanna Kristín Steinsdóttir

Heiðdís mín!! Þetta var rosalega gott comment hjá þér og þú þarft sko ekki að hafa neinn móral. Sá það bara sjálf þegar ég las færsluna með aðeins öðru hugarfari, að það voru örugglega fleiri en þú sem hugsuðu svona en þora ekki að segja neitt!!! En aftur... Jóhann er hetjan mín og án hans væri ég sennilega ekki standandi í fæturnar ennþá!!!

En já, þú veist bara að þú ert alltaf velkomin í heimsókn ef þér leiðist í bænum. Hér eru tveir litlir prinsar sem myndu alveg skemmta þér í smá stund ;)

Og já... þreytan, hún batnar sennilega ekkert fyrr en í ellinni... eða hvað???

Jóhanna Kristín Steinsdóttir, 10.11.2008 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhanna Kristín Steinsdóttir
Jóhanna Kristín Steinsdóttir
Tveggja stráka og ólétta mamman sem býr rétt við Heimsenda... og hefur engan tíma til að blogga en langar samt að láta á það reyna!!

Nýjustu myndir

  • ...copy_513237

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband