Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Hálfs Árs!!

Já, ótrúlegt en satt!!! Litli strákurinn okkar er orðin 6 mánaða gamall! Tíminn er ekkert smá fljotur að líða hérna. Man eftir því þegar Fannar var 6 mánaða og við héldum veislu fyrir hann... og mér fannst hann ekkert smá stór þá!! Litli hnúturinn er svo bara búin að ná þessum áfanga líka og því kannski við hæfi að fagna deginum með súkkulaðiköku ;) Sá litli fær nú samt ekki köku en hann fær kannski smá rjóma... hver veit. Annars fékk hann líka lýsi í dag í fyrsta sinn. Honum fannst það bara alveg ágætt!!

Er annars bara í nýju stofunni minni og bíð eftir að nenna að koma mér í að undirbúa súkkulaðikökuboð á eftir. Fannar sefur en Arnar hefur ákveðið að vaka og vera félagsskapur fyrir mömmu sína. Mamman er ekki alveg nógu hrifin því síðustu daga hef ég stefnt að því að láta þá sofa á sama tíma í hádeginu svo ég geti lagt mig líka... EN neibb, ekki í dag segir AB!! Verð því bara að sinna honum og svo sofnar hann örugglega um leið og Fannar vaknar... alveg týpiskt!!

Að koma sér fyrir í nýju íbúðinni gengur hægt en gengur þó!! Jóhann er að klára í Hraunbænum og þess vegna bíður ýmislegt hér, eins og að setja upp stóru tölvuna og hillurnar í stofunni. Ég kvarta nú samt ekki neitt, hef það svo huggulegt hérna með pallinn minn og öll herbergin og þvottavélina og.. og.. og......

Hef annars ekkert meira merkilegt að segja í bili. Hver veit samt hvað gerist næst??? hehehe ;)


Margt að gerast!

Já, við erum búin að vera ekkert smá dugleg!! Keyptum íbúð og seldum svo íbúð allt bara á þrem vikum frá upphafi þess ferils!! Og nú er bara komið að því að flyta...

Við fundum semsagt draumaíbúðina okkar (eða réttara sagt "mína"!) í Kórahverfinu í Kópavogi. Við tókum sjens... stóran sjens... og keyptum hana!!! Þá var bara eftir að selja okkar íbúð!! Þetta er reyndar ekki sniðugur leikur eins og markaðurinn er í dag, en við vorum ekkert smá heppin!! Íbúðin okkar seldist ótrúlega hratt. Fyrsta fólkið sem kom og skoðaði það gerði tilboð og endaði á því að fá íbúðina ;) Þetta gerist varla betra... við keyptum fyrstu íbúðina sem við skoðuðum og fyrsta fólkið sem skoðaði hér, keypti af okkur, ... já ótrúlegt en satt !!! (svo Ólöf Inger... íbúðin er seld, en við settum 16,5 milljónir á hana sem er mjög sanngjarnt verð fyrir sambærilegar íbúðir!) 

Við fáum okkar íbúð afhenta í síðasta lagi 15 júlí (vonandi fyrr samt) og eftir það mega allir koma í heimsókn á nýja staðin og skoða!! Það fylgir því þó að þið verðið að hafa samband fyrst því ég ætla ekki að setja heimilisfangið mitt hér á netið... hehehe!!! 

Og ef þið viljið sjá hvernig heimilið mitt leit út um daginn, þá eru rosa fínar myndir hér... og btw... það hefur held ég aldrei verið svona hreint hérna og fínt eins og er á myndunum...Enda brjálað að gera að færa dót og drasl úr augsýn ljósmyndarans svo allt liti vel út ;)
http://mbl.is/mm/fasteignir/fasteign/?eign=309720

Jæja, ætla að setja í uppþvottavélina og fara svo að sofa ;) 


Perlubrúðkaupsafmæli!

Nei, ekki mitt, enda ekki löglega gift ennþá... EN Mamma og Pabbi fagna þessum áfanga í dag!! Til hamingju með það ;) ...og fyrir ykkur sem vitið ekki, þá er berlubrúðkaupsafmæli semsagt 30 ára brúðkaupsafmæli!! Já, þau hafa verið gift jafnlengi og ég er gömul, svo það er auðvelt að muna þetta fyrir mig ;)

Talandi um brúðkaup... fór í eitt um daginn. Rosa flott og rosa gaman. Var haldið í sveitakirkju og veislan á heimili brúðhjónanna í sveitinni. (btw, rosa flott hús sem þau eiga!) Til hamingju með daginn Daði og Hulda, þið voruð ekkert smá flott!!

Og nýjustu fréttirnar... ÉG er að fara að flytja!!! Hlakka ekkert smá til. Engar fleiri tröppur eftir 14 daga... Get ekki beðið, enda strákarnir farnir að síga í og ekkert grín að labba upp 3 HÆÐIR með einn strák undir hvorri hendi!! ...verð nú að viðurkenna að ég hef ekki mikið þurft að bera þá upp alveg ein, en það kemur fyrir samt!!

Allavega... þið sem viljið nota tækifærið og heimsækja mig í síðasta sinn í Hraunbæinn... eins gott að drífa sig... og þið sem vitið um e-rn sem vantar litla íbúð í Hraunbænum... þá er mín til sölu!!!


Höfundur

Jóhanna Kristín Steinsdóttir
Jóhanna Kristín Steinsdóttir
Tveggja stráka og ólétta mamman sem býr rétt við Heimsenda... og hefur engan tíma til að blogga en langar samt að láta á það reyna!!

Nýjustu myndir

  • ...copy_513237

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband