Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

still alive...

Jújú, ég er enn á lífi ef einhver var að velta því fyrir sér!!

Ég er bara alls ekki mikið við tölvuna þessa dagana og enn minna við tölvu þannig að ég hafi tíma til að sitja og skrifa og leika mér... svo það bitnar bara á svona bloggsíðum og fleiru. Ég reyni nefnilega að láta síðuna hjá strákunum ganga fyrir þegar kemur að "viðhaldi" og svoleiðis og þá gleymist þetta blogg dáldið mikið. Svo finnst mér líka svoldið að þegar maður er komin á feisbúkk þá gleymast svona gamaldags bloggsíður frekar... eða hvað finnst ykkur??

En allavega, still alive og enn ófrísk og brjálað að gera!!! Held að það lýsi mínum dögum best. Fæ samt rosa góða hjálp fyrir hádegi á virkum dögum (svona flesta dagana allavega) og reyni að vera dugleg eftir hádegi þangað til Jóhann kemur heim og þá erum við dugleg saman og hugsum um þessi kríli sem við eigum, því þeir þurfa sko sína athygli og rúmlega það! En svo vonandi verð ég ennþá meira dugleg þegar þriðja krílið kemur í heiminn og ég get farið að safna orku aftur og vera hress og orkumeiri á daginn. ...cant wait!! Veit líka að ég er dáldið dugleg að láta fólk vita að ég er nú orðin dáldið þreytt og svoleiðis... og að þetta sé nú kannski ekki það auðveldasta í lífinu að vera ólétt og þurfa að sinna tveim börnum undir tveggja ára á daginn... en þið verðið bara að ignora það ef þið nennið ekki að hlusta!! Svona er þetta bara... og ef þið trúið mér ekki... well... það er ekki mitt vandamál!!! Maður má alveg vera orðin þreyttur eftir 26 mánaða meðgöngutímabil á aðeins ca 30 mánuðum!!! ...og meðgöngurnar verða bara erfiðari og erfiðari þar sem bætist alltaf í barnahópinn og verkefnin sem þarf að sinna á meðan maður er óléttur!!! En sem betur fer á ég æðislegan mann og frábæra mömmu og tengdamömmu sem hjálpa eins mikið til og þær geta og það hjálpar mér mjög mikið!

Smá nöldur... en hvað um það!! hehe ;)

Ætla að sjá hvort ég nenni að skrifa inná síðuna hjá strákunum, en ég skrifaði heila ritgerð í gær og svo hvarf allt draslið áður en ég gat vistað það!! Þetta kennir manni bara að NOTA WORD fyrst... þá er þetta safe!! En ... ætla að fá mér kók og sjá hverju ég nenni eftir það... over and out í bili!!


Höfundur

Jóhanna Kristín Steinsdóttir
Jóhanna Kristín Steinsdóttir
Tveggja stráka og ólétta mamman sem býr rétt við Heimsenda... og hefur engan tíma til að blogga en langar samt að láta á það reyna!!

Nýjustu myndir

  • ...copy_513237

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband