Gleymdi einu... og nýjar fréttir!

Úff.. ég skil ekkert í mér.. Var kannski svona rosalega hugmyndalaus um daginn en...

Fjórar hljómsveitir eða tónlistarmenn sem ég held uppá

  1. Neibb.... ekkert sérstakt þarna. sorrý....
  2. Neibb.... þetta á ekki að vera svona!!!!

Fjórar hljómsveitir eða tónlistarmenn sem ég held uppá

  1. Carola!!!
  2. Eyfi... hann er góður ;)
  3. Friðrik og Regína. Þau eru bara flott saman!
  4. Já... lítur betur út þó listinn sé ekki fullkomin!

 

Var annars uppá Barnaspítala í gær. Fannar Fékk hitakrampa og þurfti að fara og hitta lækni. Fengum sjúkrabíl heim en þeir bara skoðuðu hann aðeins og sögðu okkur svo að fara bara sjálf niðureftir, en þeir létu vita af okkur samt. Vorum niðurfrá í kannski 2 tíma og fórum svo heim aftur. Fannar hresstist með auknum verkjalyfjum en steinsofnaði svo í gærkvöldi og sefurennþá, sem er frekar ólíkt honum. Er alveg búin að tékka á honum nokkrum sinnum í nótt og morgun en hann er bara eftir sig eftir þetta alltsaman. Ætla að setja söguna betur inn á síðuna hjá strákunum!

Hvað er eiginlega málið með Facebook?? Var spurð um daginn afhverju ég bloggaði ennþá... afhverju ég væri ekki farin á facebook?? Málið er bara að ég kann ekkert á svoleiðis, veit ekkert um hvað það snýst og veit þess vegna greinilega ekkert hverju ég er að missa af... eða hvað???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þjóðarblómið

Það er ekki hægt að blogga áFacebook!! Maður hættir ekki að blogga þótt maður sé með Facebook. Ég kann ekkert á þetta heldur en er þarna samt.

Þjóðarblómið, 5.10.2008 kl. 14:56

2 identicon

Hæ. Líst vel á og bíð spennt eftir meilinu þínu :) Þakka gott boð og þigg það örugglega þó ég verði ekki eins lengi á Íslandi og ég hefði vonast til.

Ólöf Inger (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 15:19

3 identicon

Facebook er málið:-) Meira að segja tölvuklaufinn ég gat þetta, hehe! Og þá geta ALLIR farið á facebook!!!!!

Ragnheiður Hafstein (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 17:04

4 identicon

Hæ. Ég er komin á feisbúkk líka en er ekki alveg að fatta það fyrirbæri. Meiri tímaþjófur er vandfundinn! Ég get heldur ekki séð hvernig þetta á að koma í staðinn fyrir blogg. Að vísu ágætur staður til að geyma myndir sýnist mér og allskonar fólk sem maður hefur ekki hitt í ár og áratugi (og mann langar kannski ekkert til að hitta) poppar upp þarna. Nei Jóhanna mín, við skulum bara halda okkur við bloggið og barnaland, að minnsta kosti líka.

Kveðja, Sonja frænka

Sonja (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 21:36

5 identicon

Það var enginn að segja að þú ættir að hætta að blogga....hehe!! Haltu áfram að blogga og farðu bara LÍKA á Facebook!!!

Ragnheiður Hafstein (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhanna Kristín Steinsdóttir
Jóhanna Kristín Steinsdóttir
Tveggja stráka og ólétta mamman sem býr rétt við Heimsenda... og hefur engan tíma til að blogga en langar samt að láta á það reyna!!

Nýjustu myndir

  • ...copy_513237

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband