Lélegt...

Hér legg ég fram formlega kvörtun!!! Þetta gengur ekki lengur.... En það eru örfáir sem gætu móðgast núna...

Mig vantar að vera duglegri að rækta vini/vinkonur mínar!!! Ætlaði í bíltúr í dag í einhverja skemmtilega heimsókn og Wolla... engin heima af þeim fáu sem ég athugaði og Wolla aftur.... engir fleiri til að heimsækja eins og var!!! (í þessari frásögn teljast ekki þær/þau með sem ég hitti í vikunni sem leið, né þær sem búa uppá "velli"... það var of langt að nenna að keyra þangað! bara svona að taka það fram svo engin móðgist!) en þetta græðir maður víst á því að hafa lítið samband við fólk... með tímanum minnkar sambandið alltaf meira og meira og á endanum þá situr maður uppi Einn!!! Þetta gengur bara ekki svona. ...eða það finnst mér ekki!!

Og afþví við fundum hvergi heimsóknarstað, þá eyrði ég bara í Ikea í staðin og keypti spegil og svo ís handa strákunum. Þeir voru mjög sáttir við það. Fór svo til mömmu (sem var þá komin heim) og fékk að skilja strákan eftir í smá stund og skrapp í Bónus. Svo... leiðinlegt fyrir ykkur sem misstuð af mér í dag. Þið verðið bara að vera heima næst ;)

En núna verður tekið á þessu vina-leysi. Þetta er ekki hægt lengur!! Það eru ekkert svö mörg ár að maður var alltaf með fólki, innan um fólk og átti fullt af vinum og kunningjum. Ég er ekki að segja að ég vilji hafa þetta eins og þá, en það má nú e-ð á milli vera... eða hvað???

Allavega... farinað borða böggles... og velta fyrir mér hvað máður á að gera á morgun!!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þjóðarblómið

Hæ :) Saumaklúbburinn okkar ætlar formlega í gang eftir NOSA... mig langar ða fyrsti hittingur verði á þriðjudaginn eftir viku. Það er ennþá spurning hver getur haldið hann og ég á enn eftir ða láta hinar vita. einhverjir hafa bæst við og þetta verður brjálað fjör :)

Þjóðarblómið, 19.10.2008 kl. 20:14

2 Smámynd: Lutheran Dude

Má ég koma með ef það verður þriðjudagurinn eftir viku, því þá verð ég í bænum?

Lutheran Dude, 20.10.2008 kl. 09:02

3 Smámynd: Tinna Rós Steinsdóttir

Nohh, það er aldeilis!! ;)

Tinna Rós Steinsdóttir, 20.10.2008 kl. 13:41

4 identicon

Sko... ef þið sættið ykkur við einn þriggjasætasófa, 4 eldhússtóla og svo teppalagt stofugólf, og allir koma með e-ð gott með sér (svona pálínuboð) þá er hægt að vera hér... ;) en ég á ekki fleiri sæti en sjö... Jú, bíddu, tvo stóla í viðbót og tvo litla mjóa kolla... en þaðer ekki gott aðsitja á þeim!!

Jóhanna (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 13:57

5 Smámynd: Þjóðarblómið

Við ættum að geta bjargað okkur með stóla :) hver kemur með sinn stól.. við erum ekkert svo margar :) Og Hlín, þú ert velkomin! Taktu þá prjónið þitt með, þetta er alvöru saumaklubbur.

Þjóðarblómið, 20.10.2008 kl. 18:34

6 Smámynd: Lutheran Dude

Vei, ég hlakka geðveikt til og ég get setið á gólfinu þess vegna, ég er með svo mjúkan rass

Lutheran Dude, 21.10.2008 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhanna Kristín Steinsdóttir
Jóhanna Kristín Steinsdóttir
Tveggja stráka og ólétta mamman sem býr rétt við Heimsenda... og hefur engan tíma til að blogga en langar samt að láta á það reyna!!

Nýjustu myndir

  • ...copy_513237

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband