Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Ég hélt...

...að ég hefði tíma til að skrifa e-ð sniðugt núna. Strákarnir sofandi og ég í stuði. Svo sat ég og hugsaði hvað ég ætti að skrifa sniðugt þegar ég heyri í Arnari Bjarka. Hann er vaknaður og vill þjónustu STRAX!!

Svo ég skrifa bara seinna!!!


Lélegt...

Hér legg ég fram formlega kvörtun!!! Þetta gengur ekki lengur.... En það eru örfáir sem gætu móðgast núna...

Mig vantar að vera duglegri að rækta vini/vinkonur mínar!!! Ætlaði í bíltúr í dag í einhverja skemmtilega heimsókn og Wolla... engin heima af þeim fáu sem ég athugaði og Wolla aftur.... engir fleiri til að heimsækja eins og var!!! (í þessari frásögn teljast ekki þær/þau með sem ég hitti í vikunni sem leið, né þær sem búa uppá "velli"... það var of langt að nenna að keyra þangað! bara svona að taka það fram svo engin móðgist!) en þetta græðir maður víst á því að hafa lítið samband við fólk... með tímanum minnkar sambandið alltaf meira og meira og á endanum þá situr maður uppi Einn!!! Þetta gengur bara ekki svona. ...eða það finnst mér ekki!!

Og afþví við fundum hvergi heimsóknarstað, þá eyrði ég bara í Ikea í staðin og keypti spegil og svo ís handa strákunum. Þeir voru mjög sáttir við það. Fór svo til mömmu (sem var þá komin heim) og fékk að skilja strákan eftir í smá stund og skrapp í Bónus. Svo... leiðinlegt fyrir ykkur sem misstuð af mér í dag. Þið verðið bara að vera heima næst ;)

En núna verður tekið á þessu vina-leysi. Þetta er ekki hægt lengur!! Það eru ekkert svö mörg ár að maður var alltaf með fólki, innan um fólk og átti fullt af vinum og kunningjum. Ég er ekki að segja að ég vilji hafa þetta eins og þá, en það má nú e-ð á milli vera... eða hvað???

Allavega... farinað borða böggles... og velta fyrir mér hvað máður á að gera á morgun!!!

 


...já, og AMEN!!

Játakk... allt annað en ruslið "íslenska krónan" væri vel þegið!! Norska krónan, dollarar eða jafnvel pund (svona til að gleðja bretann...hehe) Er alveg búin að fá nóg núna... gæti skrifað heilan reiðilestur um aumingjana sem hlusta aldrei á neinn nema sjálfan sig (og Dabba krullhaus) og koma okkur hinum svo í skítamál með algjörum aumingjaskap!!

Æ, já, ég er orðin þreytt á þessu ástandi og vill breytingar... og það strax!!!


mbl.is Vill norsku krónuna inn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breytt plön...

Sit ennþá heima með hálf-lasið barn. Hitinn ætlar bara ekki að gefa sig, en það er alltaf bara smá pínu hiti, aldrei yfir svona ca 38°c. Nenni ekki að kvelja barnið með mælinum oft á dag. Finn það bara að hann er heitur en ekki svo heitur að það sé þörf á endalausum mælingum. En ég er búin að tala við hjúkku og á tíma hjá lækni á mánudaginn fyrir hann. Vonum bara að það verði e-ð hægt að gera fyrir hann. Það er notlega ekki eðlilegt að barn hafi hita svona lengi... þó hitinn sé ekki hár!!

En semsagt, það er laugardagur, ég er heima. ætla reyndar í bíltúr á eftir (að sækja bleyjufötu sem ég var að kaupa...) en ekkert lengra en það... Leyfi kannski Fannari að koma með, bara svona svo hann fái smá tilbreytingu í lífið þessa dagana. Svo er nú reyndar ennþá planið að fara í partý á morgun... verðum bara að sjá hvernig það fer, en það er allavega á planinu. Hann getur svosem alveg verið "veikur" í ömmuhúsi í nokkra klukkutíma... er það ekki??


Ein ég sit og...

...horfi á tölvuskjáinn og hef það huggulegt. Nýbúin að svæfa báða strákana og hlusta á þögnina í kringum mig. Verst bara að ég skuli hafa sett uppþvottavélina í gang... en vatnshljóðið er nú ekkert hræðilegt... frekar róandi ef e-ð er!!

Er alveg búin að fá nóg af veikindum og magabólgum og hita og veikindum og meiri magabólgum!!!! Finnst alveg komin tími á að heimilishaldið komist í eðlilegt horf og allir verði frískir aftur. Fannar er nú alveg að ná sér, búin að vera hitalaus að mestu í gær og það sem af er þessum degi. Ég hinsvegar er búin að vera drulluslæm af þessum magabólgum, en það er nú sem betur fer á réttri leið aftur... held ég allavega. Ætla allavega að vera dugleg á morgun og fara með Jóhanni klukkan rúmlega sjö í fyrramálið og fá bílinn. Svo ætlum við strákarnir að kíkja á mömmumorgun í Breiðholtinu og kannski gera svo e-ð annað skemmtilegt þann daginn. Alveg komin tími til að sjá e-ð annað en veikt fólk í smá stund!!! Svo er spurning um að finna sér e-ð skemmtilegt á laugardaginn og svo á sunnudaginn er partý í Partý-Malarásnum en þá er búið að bjóða öllu mömmu-fólki afamegin í heimsókn til að hitta Danska frænku, manninn hennar og son. ...Eins gott að Tinna fari að rifja upp dönskuna því hún verður að sjá um þann pakka a.m.k. fyrir mig !!!

En jæja... ætla að halda áfram að njóta þagnarinnar meðan hún varir... og já, er að hugsa þetta með Feis-búkkið... sé til hvort ég nenni ;)


Gleymdi einu... og nýjar fréttir!

Úff.. ég skil ekkert í mér.. Var kannski svona rosalega hugmyndalaus um daginn en...

Fjórar hljómsveitir eða tónlistarmenn sem ég held uppá

  1. Neibb.... ekkert sérstakt þarna. sorrý....
  2. Neibb.... þetta á ekki að vera svona!!!!

Fjórar hljómsveitir eða tónlistarmenn sem ég held uppá

  1. Carola!!!
  2. Eyfi... hann er góður ;)
  3. Friðrik og Regína. Þau eru bara flott saman!
  4. Já... lítur betur út þó listinn sé ekki fullkomin!

 

Var annars uppá Barnaspítala í gær. Fannar Fékk hitakrampa og þurfti að fara og hitta lækni. Fengum sjúkrabíl heim en þeir bara skoðuðu hann aðeins og sögðu okkur svo að fara bara sjálf niðureftir, en þeir létu vita af okkur samt. Vorum niðurfrá í kannski 2 tíma og fórum svo heim aftur. Fannar hresstist með auknum verkjalyfjum en steinsofnaði svo í gærkvöldi og sefurennþá, sem er frekar ólíkt honum. Er alveg búin að tékka á honum nokkrum sinnum í nótt og morgun en hann er bara eftir sig eftir þetta alltsaman. Ætla að setja söguna betur inn á síðuna hjá strákunum!

Hvað er eiginlega málið með Facebook?? Var spurð um daginn afhverju ég bloggaði ennþá... afhverju ég væri ekki farin á facebook?? Málið er bara að ég kann ekkert á svoleiðis, veit ekkert um hvað það snýst og veit þess vegna greinilega ekkert hverju ég er að missa af... eða hvað???


Takk Heiðdís.... (ehemmm)

GetLost En bara afþví Heiðdís er svo æðisleg þá skal ég gefa mér nokkrar mínútur og svara "klukkinu" hennar !!! Wink

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

  1. Afgreiðsla í Hagkaup
  2. Sumarbúðir...með öllu tilheyrandi 
  3. Leikskólavinna
  4. Síminn - Þjónustufulltrúi

Fjórar bíómyndir sem ég held uppá

  1. Sound of Music
  2. Annie

Fjórir staðir sem ég hef búið á

  1. Hraunbær (númer 8, 34, 66, 80 og 88)
  2. Malarás 
  3. Lækjarás
  4. Vallakór

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar

  1. Friends
  2. Útsvar
  3. Gettu Betur 
  4. Singing Bee.... held ég allavega...

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum

  1. London
  2. Noregur
  3. USA
  4. Spánn

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg

  1. www.barnaland.is/barn/60238 
  2. mbl.is
  3. visir.is
  4. hotmail.com

Fernt sem ég held uppá matarkyns

  1. Kjúklingur
  2. Bayonne skinka
  3. Svið... MMMmmm
  4. Svínakjötið á jólunum... yfirleitt

Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna

  1. Uppí rúmi... sofandi
  2. Teneriefe með skemmtilega fólkinu sem er þar núna 
  3. í sundi... nema það er bara svo kalt!! 
  4. Í sumarfríi með fullt af peningum (sammála Heiðdísi þarna... hehe)

Fjórar hljómsveitir eða tónlistarmenn sem ég held uppá

  1. Neibb.... ekkert sérstakt þarna. sorrý....

Fjórir bloggarar sem ég klukka

  1. Tinna systir
  2. Vala ...ef hún les þetta blogg ennþá
  3. Tóta... hún bloggaði einusinni... er hún kannski hætt?
  4. veit ekki meir ! úff... nógu erfitt að finna þrjá...

 

Jæja, þá vitið þið það. Ég er engin snillingur í að svara svona spurningum um sjálfan mig, en þið fáið þó smá hugmynd þarna um það hver ég er ;) Annars er Arnar Bjarki vaknaður úti í vagni og ég þarf að fara að sækja hann áður en hann vekur stóra bróður sinn með ópum og köllum!!


Höfundur

Jóhanna Kristín Steinsdóttir
Jóhanna Kristín Steinsdóttir
Tveggja stráka og ólétta mamman sem býr rétt við Heimsenda... og hefur engan tíma til að blogga en langar samt að láta á það reyna!!

Nýjustu myndir

  • ...copy_513237

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband