Hálfs Árs!!

Já, ótrúlegt en satt!!! Litli strákurinn okkar er orðin 6 mánaða gamall! Tíminn er ekkert smá fljotur að líða hérna. Man eftir því þegar Fannar var 6 mánaða og við héldum veislu fyrir hann... og mér fannst hann ekkert smá stór þá!! Litli hnúturinn er svo bara búin að ná þessum áfanga líka og því kannski við hæfi að fagna deginum með súkkulaðiköku ;) Sá litli fær nú samt ekki köku en hann fær kannski smá rjóma... hver veit. Annars fékk hann líka lýsi í dag í fyrsta sinn. Honum fannst það bara alveg ágætt!!

Er annars bara í nýju stofunni minni og bíð eftir að nenna að koma mér í að undirbúa súkkulaðikökuboð á eftir. Fannar sefur en Arnar hefur ákveðið að vaka og vera félagsskapur fyrir mömmu sína. Mamman er ekki alveg nógu hrifin því síðustu daga hef ég stefnt að því að láta þá sofa á sama tíma í hádeginu svo ég geti lagt mig líka... EN neibb, ekki í dag segir AB!! Verð því bara að sinna honum og svo sofnar hann örugglega um leið og Fannar vaknar... alveg týpiskt!!

Að koma sér fyrir í nýju íbúðinni gengur hægt en gengur þó!! Jóhann er að klára í Hraunbænum og þess vegna bíður ýmislegt hér, eins og að setja upp stóru tölvuna og hillurnar í stofunni. Ég kvarta nú samt ekki neitt, hef það svo huggulegt hérna með pallinn minn og öll herbergin og þvottavélina og.. og.. og......

Hef annars ekkert meira merkilegt að segja í bili. Hver veit samt hvað gerist næst??? hehehe ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með flutninginn. og hálfa afmaelið
ég kannast við svona að börnin vilji ekki sofa á sama tíma. þegar S.M fæddist þá hætti Emilíanna Þórhildur fljótlega að sofa á daginn og svo þegar C.L fæddist þá fljótlega ákvað S.M að nú væri hún orðin of stór til að sofa. alveg glatað fyrir mig.

ég er á fullu að undirbúa flutning og stundum finnst mér eins og ég sé búin að pakka sömu hlutunum niður 30 sinnum  annaðhvort er ég að verða biluð eða krakkarnir  eitthvað að hjálpa til. giska á það síðarnefnda.

anyways sjáumst á Fróni bara bráðum, þá aetla ég að bjóða mér í heimsókn í drauma íbúðina.  

kveðja Gréta María.

Gréta María (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhanna Kristín Steinsdóttir
Jóhanna Kristín Steinsdóttir
Tveggja stráka og ólétta mamman sem býr rétt við Heimsenda... og hefur engan tíma til að blogga en langar samt að láta á það reyna!!

Nýjustu myndir

  • ...copy_513237

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband