50 ára... og TAKK ;)

Vil byrja á að óska mömmu til hamingju með daginn í gær!! Við áttum frábæran dag saman, fyrst ég og strákarnir um daginn og svo barnlaust kvöldmatarboð í gærkvöldi með systrum mínum, mökum okkar sem eigum þá, og litla bróðir. 
Mig  langar samt að þakka mínum vinkonum fyrir einstaklega vel heppnað átak sem Dóra stóð fyrir. Þið sem hringduð í mömmu í gær og glödduð hana með afmæliskveðjum, þið stóðuð ykkur ekkert smá vel og hún varð rosalega glöð með öll símtölin og kveðjurnar sem hún fékk. Dóra systir er notlega snillingur í að fá skemmtilegar hugmyndir og þetta var ein af þeim vel heppnuðu. Mamma varð ekkert smá hissa þegar "allskonar" gamlar vinkonur okkar systra fóru að hringja og allir þóttust bara muna eftir þessu og vita að hún ætti stórafmæli... bara afþví þær væru svo klárar að muna svona og við notlega trúðum því alveg... þangað til símtölunum fór að fjölga, þá gat ekki verið annað en að e-r stæði á bakvið þetta alltsaman!!! Og Dóra góð... hún sagði okkur systrum ekki neitt og sagði fólki að við vissum ekkert, svo við systur komum notlega alveg af fjöllum þegar mamma fór að bera uppá okkur einhver samantekin ráð eða plott!!! ...og öllum tókst líka voða vel að sannfæra hana um að þau myndu bara alveg eftir afmælinu hennar... eins og það væri bara alveg sjálfsagður hlutur að gamlar vinkonur vissu hvenær mömmurnar eiga afmæli og þá sé bara almenn kurteisi að hringja og óska til hamingju með daginn ;)

En allavega... þetta tókst rosa vel og þið sem tókuð þátt, Takk rosa vel fyrir. Þið glödduð sko afmælisbarnið meira en ykkur grunar. Veit að hún á eftir að kyssa alla voða vel fyrir næst þegar hún hittir ykkur ;)

En annars er ég að kafna í kúkalykt á öðrum vængnum og reyna að svæfa ólátabelg með "hinni" hendinni og ekkert gengur. Spurning hvort maður hangi þá bara ekki aðeins lengur á netinu og sjá til hvort hlutirnir gerist ekki af sjálfu sér bara ;)

Ætla annars að taka því extra rólega í dag og safna kröftum fyrir stóra afmælið sem er annað kvöld. Veitir ekki af, þar sem við fórum víst seint að sofa í gær og þurftum auðvitað að vakna SNEMMA eins og vaninn er hér ;) og svo verður annað eins vaki-kvöld á morgun svo það er eins gott að nota allan mögulegan tíma til að hvíla sig og hvíla sig VEL ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ :) Til hamingju með mömmu þína. Sendi þér bráðum þakkarbréf tilbaka. Nú styttist í að við sjáumst.

Ólöf Inger (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhanna Kristín Steinsdóttir
Jóhanna Kristín Steinsdóttir
Tveggja stráka og ólétta mamman sem býr rétt við Heimsenda... og hefur engan tíma til að blogga en langar samt að láta á það reyna!!

Nýjustu myndir

  • ...copy_513237

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband