11.10.2008 | 10:39
Breytt plön...
Sit ennþá heima með hálf-lasið barn. Hitinn ætlar bara ekki að gefa sig, en það er alltaf bara smá pínu hiti, aldrei yfir svona ca 38°c. Nenni ekki að kvelja barnið með mælinum oft á dag. Finn það bara að hann er heitur en ekki svo heitur að það sé þörf á endalausum mælingum. En ég er búin að tala við hjúkku og á tíma hjá lækni á mánudaginn fyrir hann. Vonum bara að það verði e-ð hægt að gera fyrir hann. Það er notlega ekki eðlilegt að barn hafi hita svona lengi... þó hitinn sé ekki hár!!
En semsagt, það er laugardagur, ég er heima. ætla reyndar í bíltúr á eftir (að sækja bleyjufötu sem ég var að kaupa...) en ekkert lengra en það... Leyfi kannski Fannari að koma með, bara svona svo hann fái smá tilbreytingu í lífið þessa dagana. Svo er nú reyndar ennþá planið að fara í partý á morgun... verðum bara að sjá hvernig það fer, en það er allavega á planinu. Hann getur svosem alveg verið "veikur" í ömmuhúsi í nokkra klukkutíma... er það ekki??
Tenglar
Kútur og Snúður
- Strákarnir mínir Flottustu strákarnir mínir
Bloggarar
- Glimmergellan Dóra systir
- Ólöf Inger Íslensk í Danmörku!
- Sonja frænka Ein af stóru frænkunum mínum
Bloggvinir
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jú !
Heiðdís Ragnarsdóttir, 11.10.2008 kl. 17:26
Þú ert ótrúlega dugleg að blogga Vonandi fer Fannari Smára að batna, hundleiðinlegt að hanga svona heima og geta ekkert gert.
Þjóðarblómið, 12.10.2008 kl. 17:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.