11.11.2008 | 14:35
Ohh, en jæja!!
Oki... Þessi maður er bara meiri maður fyrir vikið. Finnst þetta virðingarvert af honum þó (eins og ég sagði áður) ég viti voða lítið fyrir hvað þessi maður stendur fyrir á þingi!!
EN nú mega hinir jólasveinarnir á þingi og víðar taka þennan ágæta mann sér til fyrirmyndar og ÞAÐ STRAX!!! Það væri nú munur ef þetta væri almenn regla... mönnum verði á mistök og segi þal af sér!!! ...þá værum við nú löngu laus við risaeðlur eins og Geir og kó!!
![]() |
Guðni: Bjarni axlar ábyrgð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Kútur og Snúður
- Strákarnir mínir Flottustu strákarnir mínir
Bloggarar
- Glimmergellan Dóra systir
- Ólöf Inger Íslensk í Danmörku!
- Sonja frænka Ein af stóru frænkunum mínum
Bloggvinir
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
æi hvað ég er fegin að ég má gera mistök í vinnunni minni án þess að þurfa að segja upp !!!
Heiðdís Ragnarsdóttir, 11.11.2008 kl. 16:04
Segi nú ekki að allt sé svona svart Jóhanna mín...... við höfum alveg spilað illa úr okkar spilum. Valið léleg lán og annað sem er að koma í hausinn á okkur núna.. það valdi það enginn fyrir okkur!
Svo er ég mjög fegin að þurfa ekki að axla ábyrgð með því að segja af mér í hvert sinn sem ég geri mistök!
En svo held ég að allir séu að reyna að gera RÉTT bara ekkert virðist vera rétt á þessum erfiðu tímum! Það er held ég vandamálið. Nú svo held ég líka að þetta sé alls alls ekki tíminn fyrir okkur að finna alla sökudólgana heldur held ég að við þurfum að sigla í gegnum þetta. Leysa fyrst úr gjaldeyrishöftum og fá lán svo leiðir tíminn í ljós ÖLL þau mistök sem hafa verið gerð...en sá tími er bara alls ekki hér!
þangað til verður maður bara að brosa... þó svo að það taki á og svo sannarlega er það að gera það hjá okkur en ég bara nenni ekki að taka upp stein og kasta í einhverja kalla það er bara ekki þess virði og ekki tíminn!
Rakel (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 23:22
Það hafa fullt af mistökum átt sér stað og þessir jólasveinar sem stjórna landinu gera mörg mistök á dag en vilja ekki viðurkenna þau. Til að ná tökum á gjaldeyrismálunum þarf að skipta út seðlabankastjóra og ríkisstjórn þarf að hugsa verulega sinn gang helst að skipta henni út líka. Það hafa allar þjóðir vantraust á okkur sem þjóð með þessa menn við stjórnvöldin og meðan traustið er ekki til staðar þá er ekkert lán.
Þórður Ingi Bjarnason, 14.11.2008 kl. 08:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.