still alive...

Jújú, ég er enn á lífi ef einhver var að velta því fyrir sér!!

Ég er bara alls ekki mikið við tölvuna þessa dagana og enn minna við tölvu þannig að ég hafi tíma til að sitja og skrifa og leika mér... svo það bitnar bara á svona bloggsíðum og fleiru. Ég reyni nefnilega að láta síðuna hjá strákunum ganga fyrir þegar kemur að "viðhaldi" og svoleiðis og þá gleymist þetta blogg dáldið mikið. Svo finnst mér líka svoldið að þegar maður er komin á feisbúkk þá gleymast svona gamaldags bloggsíður frekar... eða hvað finnst ykkur??

En allavega, still alive og enn ófrísk og brjálað að gera!!! Held að það lýsi mínum dögum best. Fæ samt rosa góða hjálp fyrir hádegi á virkum dögum (svona flesta dagana allavega) og reyni að vera dugleg eftir hádegi þangað til Jóhann kemur heim og þá erum við dugleg saman og hugsum um þessi kríli sem við eigum, því þeir þurfa sko sína athygli og rúmlega það! En svo vonandi verð ég ennþá meira dugleg þegar þriðja krílið kemur í heiminn og ég get farið að safna orku aftur og vera hress og orkumeiri á daginn. ...cant wait!! Veit líka að ég er dáldið dugleg að láta fólk vita að ég er nú orðin dáldið þreytt og svoleiðis... og að þetta sé nú kannski ekki það auðveldasta í lífinu að vera ólétt og þurfa að sinna tveim börnum undir tveggja ára á daginn... en þið verðið bara að ignora það ef þið nennið ekki að hlusta!! Svona er þetta bara... og ef þið trúið mér ekki... well... það er ekki mitt vandamál!!! Maður má alveg vera orðin þreyttur eftir 26 mánaða meðgöngutímabil á aðeins ca 30 mánuðum!!! ...og meðgöngurnar verða bara erfiðari og erfiðari þar sem bætist alltaf í barnahópinn og verkefnin sem þarf að sinna á meðan maður er óléttur!!! En sem betur fer á ég æðislegan mann og frábæra mömmu og tengdamömmu sem hjálpa eins mikið til og þær geta og það hjálpar mér mjög mikið!

Smá nöldur... en hvað um það!! hehe ;)

Ætla að sjá hvort ég nenni að skrifa inná síðuna hjá strákunum, en ég skrifaði heila ritgerð í gær og svo hvarf allt draslið áður en ég gat vistað það!! Þetta kennir manni bara að NOTA WORD fyrst... þá er þetta safe!! En ... ætla að fá mér kók og sjá hverju ég nenni eftir það... over and out í bili!!


Feisbúkk drasl!!

Já, ég gaf eftir ...LOKSINS og skráði mig á þetta Facebook!! En vá... what a frumskógur. Ég taldi mig nú pínu klára í svona tölvu-net málum en þetta er nú meira vesenið. Ég er bara ekki að fatta hvernig þetta virkar og spurning hvort mig langar að fatta það?? En ég er nú alveg hissa á því hvað ALLIR eru mættir þarna og meiraðsegja fólk sem ég hélt að kynni ekki mikið á tölvur... það virðist höndla þetta, svo nú bara VERÐ ég!!!...eða er það ekki??

Annars er ég búin að vera voða dugleg að skrifa í dag. Uppfærði dagbókina hjá strákunum (allir að lesa og kvitta þar...) og skrifa svo hér. Hrikalega dugleg alveg!!

Svo nú passar að hætta í tölvunni í dag og fara að sofa ;)


50 ára... og TAKK ;)

Vil byrja á að óska mömmu til hamingju með daginn í gær!! Við áttum frábæran dag saman, fyrst ég og strákarnir um daginn og svo barnlaust kvöldmatarboð í gærkvöldi með systrum mínum, mökum okkar sem eigum þá, og litla bróðir. 
Mig  langar samt að þakka mínum vinkonum fyrir einstaklega vel heppnað átak sem Dóra stóð fyrir. Þið sem hringduð í mömmu í gær og glödduð hana með afmæliskveðjum, þið stóðuð ykkur ekkert smá vel og hún varð rosalega glöð með öll símtölin og kveðjurnar sem hún fékk. Dóra systir er notlega snillingur í að fá skemmtilegar hugmyndir og þetta var ein af þeim vel heppnuðu. Mamma varð ekkert smá hissa þegar "allskonar" gamlar vinkonur okkar systra fóru að hringja og allir þóttust bara muna eftir þessu og vita að hún ætti stórafmæli... bara afþví þær væru svo klárar að muna svona og við notlega trúðum því alveg... þangað til símtölunum fór að fjölga, þá gat ekki verið annað en að e-r stæði á bakvið þetta alltsaman!!! Og Dóra góð... hún sagði okkur systrum ekki neitt og sagði fólki að við vissum ekkert, svo við systur komum notlega alveg af fjöllum þegar mamma fór að bera uppá okkur einhver samantekin ráð eða plott!!! ...og öllum tókst líka voða vel að sannfæra hana um að þau myndu bara alveg eftir afmælinu hennar... eins og það væri bara alveg sjálfsagður hlutur að gamlar vinkonur vissu hvenær mömmurnar eiga afmæli og þá sé bara almenn kurteisi að hringja og óska til hamingju með daginn ;)

En allavega... þetta tókst rosa vel og þið sem tókuð þátt, Takk rosa vel fyrir. Þið glödduð sko afmælisbarnið meira en ykkur grunar. Veit að hún á eftir að kyssa alla voða vel fyrir næst þegar hún hittir ykkur ;)

En annars er ég að kafna í kúkalykt á öðrum vængnum og reyna að svæfa ólátabelg með "hinni" hendinni og ekkert gengur. Spurning hvort maður hangi þá bara ekki aðeins lengur á netinu og sjá til hvort hlutirnir gerist ekki af sjálfu sér bara ;)

Ætla annars að taka því extra rólega í dag og safna kröftum fyrir stóra afmælið sem er annað kvöld. Veitir ekki af, þar sem við fórum víst seint að sofa í gær og þurftum auðvitað að vakna SNEMMA eins og vaninn er hér ;) og svo verður annað eins vaki-kvöld á morgun svo það er eins gott að nota allan mögulegan tíma til að hvíla sig og hvíla sig VEL ;)


Ohh, en jæja!!

Oki... Þessi maður er bara meiri maður fyrir vikið. Finnst þetta virðingarvert af honum þó (eins og ég sagði áður) ég viti voða lítið fyrir hvað þessi maður stendur fyrir á þingi!!

EN nú mega hinir jólasveinarnir á þingi og víðar taka þennan ágæta mann sér til fyrirmyndar og ÞAÐ STRAX!!! Það væri nú munur ef þetta væri almenn regla... mönnum verði á mistök og segi þal af sér!!! ...þá værum við nú löngu laus við risaeðlur eins og Geir og kó!!


mbl.is Guðni: Bjarni axlar ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er ótrúlegt!!!

Ég er bara svo hissa!!! Á hann núna að fara að segja af sér afþví hann var með smá "djók" í gangi?? ...og btw, sem hann reyndi að leiðrétta þegar hann sá hvað hafði klikkað!!!

Hvað með ALLA hina sem haga sér eins og ...... (of ljót orð til að skrifa það hér...) og sitja á þingi eða jafnvel í Ráðherrastólum eða seðlabankastjórastólum??? Væri ekki tími til komin að þeir verði fyrirmyndir og byrji á því að segja af sér fyrir MUN STÆRRI mistök, ekki mistök, lygar, blekkingar og annað sem þeir eru að reyna að komast upp með??

Ég hef engar skoðanir á þessum manni sem stjórnmálamanni. Kannski er alveg rétt að hann segi af sér... En kommon, Þetta er nú alveg orðin spurning um að fjarlægja bjálkann úr sínu eigin auga áður en maður fer að vesenast í flísinni í auganu á nágrannanum!!!


mbl.is Áframsendi gagnrýni á Valgerði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðbót...

Ég sá það þegar ég las fyrri færsluna og "commentið" frá Heiðdísi að þetta kom ekki nógu vel út!! Allir halda að ég sé bara dauðþreytt mamma og hafi brjálað að gera allan sólarhringinn, og pabbinn gerir ekki neitt!!! EN... NEI, svoleiðis er það ekki. Ég á svo frábæran og yndislegan mann sem er að leggja svo mikið á sig fyrir mig og strákana og hann á sko ekkert nema hrós skilið fyrir sitt!!! Hann vinnur á daginn alla virka daga og svo vinnur hann á næturnar um helgar og er ekkert smá duglegur!! ...en afþví hann vinnur á næturnar þá þarf hann að fá að sofa "nætursvefninn" yfir daginn um helgar og þessvegna er þetta svona hjá okkur. (ps, allir sem vilja eyða laugardegi með okkur strákunum mega láta vita... við reynum að fara dáldið út að gera e-ð sniðugt svo hann fái smá frið hérna heima til að sofa!!! Það er ekki alltaf auðvelt að hafa "ró og næði" með tvo litla stráka í íbúðinni!!!)

...svo var ég líka bara þreytt í morgun þegar ég skrifaði færsluna og áttaði mig kannski ekki alveg á því að taka þetta fram þar!! En Aftur... Jóhann er í okkar tilfelli fyrirvinnan og þarf því miður að vinna dáldið mikið þessa dagana, m.a. þökk sé Geir og Davíð og þeirra vitleysu allrisaman!! Ég er heimavinnandi húsmóðirin með börnin og hugsa þessvegna meira um þau á daginn, ásamt því að reyna að hugsa um heimilið, ...en afþví ég er ólétt og þreytt kona þá lendir það meira og minna á Jóhanni líka, svo hann hefur dáldið mikið að gera, en stendur sig alveg frábærlega vel í þessu öllusaman!!! ...svo allir saman nú, Jóhann á sko skilið mikið hrós. Hann er hetjan mín!!!


Þreytt!!

Klukkan er e-ð rúmlega hádegi á sunnudegi. Ég sit og rugga Arnari Bjarka og er að reyna að svæfa hann. Hann hefur hinsvegar aðrar skoðanir en mamman og ætlar sér sko ekki að fara að sofa strax!! Þetta er alveg týpískur dagur hjá þreyttri óléttri mömmu!! Ég ætlaði sko aldeilis að nota tækifærið þegar þeir bræður myndu leggja sig í hádeginu og leggja mig líka en þá þarf alltaf e-ð að klikka. Fannar sofnaði strax, rosa góður (svona þannig séð...) og nú er hann búin að sofa í góðan hálftíma og hinn ekki ennþá sofnaður... SEM ÞÝÐIR að þeir sofa kannski sameiginlega í 30-60 mín og það er ekki mikill tími fyrir mömmu til að hvíla sig!! ....Hvað þá þreytta mömmu sem vaknaði svona umþaðbil hálfsjö með yngri soninum... afþví honum fannst nóttin vera búin!! (Ég tók hann uppí mitt rúm og var að ná að svæfa hann þegar Fannar svo vaknaði, svona tíumínútur yfir sjö!!! ...og þarmeð gat ég hætt að hugsa um meiri svefn í bili!!)

Hvað er það eiginlega með börnin og það að sofa þegar þeim hentar... ekki þegar mömmum hentar????

Er annars að velta fyrir mér hvernig ég á að loka eldhúsinu af!! Er búin að finna eitt svona langt "beygjanlegt" öryggishlið sem gæti hentað en það kostar nánast aðra höndina!!! ...og á þessum tímum þá er það dáldið dýrt!!! Var bent á að skoða e-ð sem kallast "hvolpagrindur" en ég hef bara ekki hugmynd um hvað það er eða hvar það fæst!! Allar upplýsingar vel þegnar!!

Og já.... Facebook er kannski alltílagi hugmynd... en hvað gerir maður þar, annað en að safna vinum og eiga mynd af öllum sem maður þekkir inná þessu??? Skil ekki ennþá tilganginn!!! (og ég er búin að skoða þetta aðeins... alveg satt!)

Er annars að þvo þvott og þvo svo meiri þvott!! Merkilegt hvað þvotturinn vex alveg í þvottahúsinu, þó ég sé nýbúin að þvo heilu fjöllin af óhreinu, þá virðist aldrei grýmka á því sem býður...!! ótrúlegt!! ...en sem betur fer finnst mér ekkert leiðinlegt að vesenast í þvottinum og Fannar Smári er voða duglegur alltaf að hjálpa. Arnar Bjarki er líka farin að vilja vera með að hjálpa til, en Fannar er ekki alltaf alveg sáttur við það.... hehe :) Þeir eru bara krútt þessir tveir :)

Jæja... Arnar er sofnaður... Loksins ;) Ætla að leggja mig í smá meðan báðir sofa... :) ZZZzzz...


Einu sinni var

Ég var einu sinni (sem oftar) að vinna á gæsluvelli í Reykjavík. Þar voru litlir tvíburar sem hétu Hlynur og Reynir og voru fæddir 1. nóvember. Við vissum yfirleitt ekki föðurnafn barnanna, hvað þá meira, en þetta var mjög sérstakt því sú sem var yfir-rólókonan sagði mér að þeir ættu stóra tvíburabræður , þannig að mamman ætti tvenn stráka-tvíburapör og þeir ættu allir afmæli sama dag ;) ...og þetta man ég ennþá, tja... svona ca 10-11 árum síðar!! ...og þegar ég las fyrirsögnina á mbl þá vissi ég strax um hverja var átt ;)

...og núna loksins komast þeir í Moggann... orðnir voða stálpaðir og sætir þessir litlu. ég sá aldrei stóru bræðurnar!!)

Og Ólöf... þetta var spark... gott spark!! Ég lofa og lofa og stend svo aldrei við neitt... frekar mjög léleg vinkona!! Fyrirgefðu !!


mbl.is Fjórir bræður fæddir sama dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hélt...

...að ég hefði tíma til að skrifa e-ð sniðugt núna. Strákarnir sofandi og ég í stuði. Svo sat ég og hugsaði hvað ég ætti að skrifa sniðugt þegar ég heyri í Arnari Bjarka. Hann er vaknaður og vill þjónustu STRAX!!

Svo ég skrifa bara seinna!!!


Lélegt...

Hér legg ég fram formlega kvörtun!!! Þetta gengur ekki lengur.... En það eru örfáir sem gætu móðgast núna...

Mig vantar að vera duglegri að rækta vini/vinkonur mínar!!! Ætlaði í bíltúr í dag í einhverja skemmtilega heimsókn og Wolla... engin heima af þeim fáu sem ég athugaði og Wolla aftur.... engir fleiri til að heimsækja eins og var!!! (í þessari frásögn teljast ekki þær/þau með sem ég hitti í vikunni sem leið, né þær sem búa uppá "velli"... það var of langt að nenna að keyra þangað! bara svona að taka það fram svo engin móðgist!) en þetta græðir maður víst á því að hafa lítið samband við fólk... með tímanum minnkar sambandið alltaf meira og meira og á endanum þá situr maður uppi Einn!!! Þetta gengur bara ekki svona. ...eða það finnst mér ekki!!

Og afþví við fundum hvergi heimsóknarstað, þá eyrði ég bara í Ikea í staðin og keypti spegil og svo ís handa strákunum. Þeir voru mjög sáttir við það. Fór svo til mömmu (sem var þá komin heim) og fékk að skilja strákan eftir í smá stund og skrapp í Bónus. Svo... leiðinlegt fyrir ykkur sem misstuð af mér í dag. Þið verðið bara að vera heima næst ;)

En núna verður tekið á þessu vina-leysi. Þetta er ekki hægt lengur!! Það eru ekkert svö mörg ár að maður var alltaf með fólki, innan um fólk og átti fullt af vinum og kunningjum. Ég er ekki að segja að ég vilji hafa þetta eins og þá, en það má nú e-ð á milli vera... eða hvað???

Allavega... farinað borða böggles... og velta fyrir mér hvað máður á að gera á morgun!!!

 


Næsta síða »

Höfundur

Jóhanna Kristín Steinsdóttir
Jóhanna Kristín Steinsdóttir
Tveggja stráka og ólétta mamman sem býr rétt við Heimsenda... og hefur engan tíma til að blogga en langar samt að láta á það reyna!!

Nýjustu myndir

  • ...copy_513237

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband